Menningarleg og trúrækin borgarpysja

Ásta með pysjuna.
Ásta með pysjuna.

Stúlka úr Vestmannaeyjum segist hafa fundið fyrstu lundapysju ársins fyrir utan Fríkirkjuna í Reykjavík sl. menningarnótt.

Í gær var greint frá því á mbl.is að fyrsta pysjan í ár hafi fundist í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld, en henni bjargað úr klóm kattar.

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir segist hins vegar hafa fundið pysjuna á laugardag. Hún greinir frá því að sér hafi brugðið í brún þegar hún sá fuglinn, sem fólk hafi verið að benda á. Ásta er úr Eyjum og segist vera vön pysjuveiðum.

Hún segist hafa sleppt pysjunni í Reykjavíkurtjörn eftir að sér var meinað að taka pysjuna með sér í leigubíl og heim. Fuglinn hafi verið sprækur og farið strax að borða brauð.

Daginn eftir var pysjan enn í tjörninni að synda fram og til baka með öðrum fuglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert