Þegar á flótta undan ýsunni

mbl.is/Þorkell

„Við erum að reyna að forðast ýsuna en það gengur ekkert allt of vel, þótt fiskifræðingarnir finni hana ekki,“ sagði Gunnar Hannesson, skipstjóri á Sæbjörgu frá Grímsey, í gær. Þeir voru þá á dragnót á Skjálfandaflóa og hefur afli verið ágætur síðustu daga. Helstu vandræðin eru að of mikil ýsa hefur fengist með þorskinum.

Þó svo að í gær hafi aðeins verið áttundi dagur fiskveiðiársins er brostinn á flótti undan ýsunni hjá mörgum. Ýsukvóti fiskveiðiársins var skertur um 26 þúsund tonn, hann var 93 þúsund tonn í fyrra, en er 57 þúsund tonn í ár. Þá var einnig mikil skerðing á ufsakvótanum, úr 65 þúsund tonnum í 37 þúsund tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert