Baldur var ódýrastur

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. bb.is

„Siglingin gengur vel, við erum að nálgast Eyjarnar,“ sagði Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóri á Baldri, í samtali við Morgunblaðið á ellefta tímanum í gærkvöld.

Breiðafjarðarferjan er notuð í stað Herjólfs sem er í slipp á Akureyri en vonast er til að skipið verði komið aftur í áætlun um næstu helgi. Undanfarin ár hefur ferjan St. Ola verið notuð þegar Herjólfur fer í slipp, sem hefði kostað 80 milljónir en leiga á Baldri 20 til 30 millj. kr.

„Það er gott í sjóinn, ölduhæðin er rúmir tveir metrar,“ sagði Unnar á Baldri sem var með um borð tíu bíla og 33 farþega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert