EFTA áminnir Ísland vegna tafa

Himinn og haf
Himinn og haf Rax / Ragnar Axelsson

Eftirlitsstofnun EFTA hefur tilkynnt að Ísland hafi tvo mánuði til að bregðast við rökstuddu áliti, sem sent verði til íslenskra yfirvalda, þar sem þau hafi ekki enn innleitt reglugerð sem kveður á um eitt evrópskt loftrými (The single European sky).

Ísland hafi átt að innleiða þessa reglugerð fyrir 6. febrúar á þessu ári og sé ekki brugðist við innan tveggja mánaða frestsins muni stofnunin taka afstöðu til þess hvort farið verði með málið fyrir EFTA dómstólinn.

Í umræddri reglugerð er komið inn á þau skilyrði sem Ísland þarf að uppfylla og innleiðingu margs konar eftirlits með flugumferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert