Stighækkandi gjald óháð kostnaði

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Í lögum um skattlagningu kolvetnisframleiðslu vegna olíu- og gasleitarinnar á Drekasvæðinu er annars vegar lagt á stighækkandi vinnslugjald sem tekur mið af verðmæti þess magns af kolvetni sem nýtt er úr auðlindinni óháð kostnaði vinnsluaðila.

Of íþyngjandi skattar eru önnur af tveimur meginástæðum þess að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda, sagði við mbl.is fyrr í dag, að skattarnir hér væru gríðarlega íþyngjandi.

Í lögunum um skattlagningu kolvetnisframleiðslu vegna olíu- og gasleitarinnar á Drekasvæðinu er annars vegar lagt á stighækkandi vinnslugjald sem tekur mið af verðmæti þess magns af kolvetni sem nýtt er úr auðlindinni óháð kostnaði vinnsluaðila. Ákveðið var að ekkert yrði greitt af fyrstu 10 milljón tunnunum á hverju ári en gjaldhlutfallið hækkaði svo með aukinni vinnslu. Hins vegar er svo lagður á sérstakur kolvetniskattur þegar skattskyldur hagnaður nær 20% af skattskyldum rekstrartekjum í stað vinnslugjaldsins.

Við umfjöllun í þingnefnd komu fram ólík sjónarmið um hvort þetta skattumhverfi væri hagfellt. „Fulltrúi olíufjárfesta sem kom á fund nefndarinnar taldi að vinnslugjaldið væri einkum til þess fallið að draga úr áhuga erlendra olíufélaga vegna þess hvernig það væri uppsett. Gjaldið væri skattur sem reiknaður væri út frá verðmæti framleiðslu en tæki ekki mið af kostnaði eða hagnaði fyrirtækis, sem gæti verið verulega íþyngjandi."

„Fulltrúar ráðuneytisins bentu á að vinnslugjaldið styddist við þau rök að ríkinu, sem eiganda auðlindarinnar, hlotnuðust tekjur af nýtingu hennar óháð því hvort starfsemin væri arðbær," sagði m.a. í nefndaráliti þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert