Tæp 14% myndu skila auðu

Tæp 14% aðspurðra í þjóðarpúlsi Gallup segja að þeir myndu skila auðu eða ekki kjósa efkosningar færu fram í dag. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar lítillega milli nóvember og desember, en stuðningur við stjórnina mælist nú 46%. Nær 12% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp

Minnsta fylgi Samfylkingar síðan í janúar 2009

Helstu breytingar á fylgi flokkanna milli nóvember og desember 2009 eru þær að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvöprósentustig milli mánaða og myndu liðlega 24% kjósa flokkinn færu kosningar fram nú. Þetta er minnsta fylgi sem Samfylkingin hefur mælst með síðan í janúar 2009.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi milli mánaða og nýtur flokkurinn nú stuðnings þriðjungs kjósenda. Eins og í síðasta mánuði mælist Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 23% fylgi en tæplega 15% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn færu Alþingiskosningar fram í dag. Um fimm prósent segjast myndu kjósa aðra flokka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert