Íslendingar átti sig betur á Bretum

Kevin Doran.
Kevin Doran.

Íslensk stjórnvöld þurfa að átta sig betur á breskum stjórnvöldum og fjölmiðlum, segir Kevin Doran, stjórnandi hjá breska almannatengslafyrirtækinu Bell Pottinger Public Affairs.

Hann hvetur íslenska ráðamenn til að eiga í meiri óformlegum samskiptum við bresk stjórnvöld og telur mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og almenningur veiti breskum fjölmiðlum viðtöl.

David Prosser, blaðamaður á Independent, segir hörkuna í málflutningi bankamálaráðherra Breta í garð Íslendinga minna á framkomu gagnvart ríkjum sem eru upp á kant við alþjóðasamfélagið. Hann segist meta stöðuna svo að stjórn Gordons Browns sé reiðubúin til að endurskoða Icesave-samningana, enda vilji hún forðast að draga málið fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Íslandi og þar með fram yfir kosningabaráttuna í Bretlandi.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert