Björninn felldur

Hvítabjörn sem bar á land í Þistilfirði var í dag felldur með samþykki umhverfisráðuneytisins. Bjarnarins varð fyrst vart skammt við bæinn Sæviðarland. Lögreglan missti sjónar af dýrinu um stund sökum éljagangs á svæðinu. Eftir árangurslausa tilraun til að fanga tvo ísbirni með stuttu millibili árið 2008 ákvað starfshópur skipaður af þáverandi Umhverfisráðherra að hvítabirnir sem reka á land skuli felldir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert