Salmonella í kjúklingum hjá Matfugli

Kjúklingar fá sér vatnssopa
Kjúklingar fá sér vatnssopa

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

Matfugl hefur nokkrum sinnum innkallað kjúklinga á árinu, síðast fyrir viku, vegna gruns um salmonellusmit.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 215-10-25-1-03.  Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð og unnið er  að innköllun vörunnar.

Matfugl segir, að kjúklingurinn er hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru. Kjúklingur með öðru rekjanleikanúmeri en þessu sé fullkomlega í lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert