Herjólfur fer fjórar ferðir í vetur

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Ákveðið hefur verið, að fjölga ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í fjórar ferðir alla daga vikunnar yfir vetrartímann. 

Í vetraráætlun skipsins var aðeins gert ráð fyrir þremur ferðum á dag, fimm daga vikunnar en fjórum ferðum á föstudögum og sunnudögum. Af þeim sökum leitaði Vestmannaeyjabær til Eimskips og samgönguráðuneytisins um að taka þátt í kostnaði við fjölgun ferða en sá kostnaður var áætlaður 18 milljónir króna á tímabilinu.

Eimskip samþykkti að greiða 33,3% eða 6 milljónir króna en samgöngurráuneytið vildi að frekari reynsla kæmi á siglingar áður en ferðum yrði fjölgað og hafnaði því að taka þátt í kostnaðnum. Vestmannaeyjabær bauðst þá til að greiða 66% af kostnaði við fjölgun ferða. 

Nú segir Vestmannaeyjabær, að Vegagerðin hafi samþykkt að nýta hluta af auknum tekjum af siglingum Herjólfs til að bæta við ferð á laugardögum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert