Snjallir grunnskólanemar verðlaunaðir

Verðlaunahafar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Katrínu Jakobsdótti …
Verðlaunahafar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Katrínu Jakobsdótti menntamálaráðherra. Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, handhafi Guðrúnarbikarsins, stendur við hlið Ólafs

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fór fram í dag. Keppnin er nú haldin í 19. sinn og voru innsendar hugmyndir í ár 1.600 talsins. Lokahófið fór fram í hjá Marel í Garðabæ, sem er aðal bakhjarl NKG.

Tilgangur keppninnar er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. Efla og þroska frumkvæði nemandans og styrkja þannig sjálfsmynd hans. Og ekki síst efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Í ár voru keppnisflokkarnir sjö talsins. Almennur flokkur, Atvinnuvegir, hugbúnaður, hönnun, slysavarnir, leikföng og orka og umhverfi.

Verðlaunahafar eru 25 talsins með 20 hugmyndir. Farandbikarinn hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Þrír skólar hrepptu viðurkenningar fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í NKG og fyrir störf sín á sviði nýsköpunarmenntar.

Hofsstaðaskóli í Garðabæ fékk gull viðurkenningu. Brúarásskól á Egilsstöðum silfur viðurkenningu og Grunnskólinn að Hólum fékk brons viðurkenningu.

Guðrúnarbikarinn var afhentur í fyrsta sinn, til heiðurs Guðrúnar Þórsdóttur heitinnar sem var ein af upphafsaðilum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Dóttir Guðrúnar, Anna Hulda Ólafsdóttir afhenti ungri stúlku, Sigríði Tinnu Sveinbjörnsdóttur bikarinn fyrir framúrskarandi störf í vinnusmiðju NKG 2010.

Nánar á vef NKG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert