Hrinan ekki gosórói í Grímsvötnum

Gos í Grímsvötnum.
Gos í Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Tveir jarðskjálftar urðu seint á laugardagskvöld við Hamarinn, undir norðvestanverðum Vatnajökli. Sá fyrri klukkan 21.11, að stærð 3,5 en sá síðari klukkan rúmlega hálftólf, 3,7 að stærð, og fylgdu tugir eftirskjálfta í kjölfarið.

Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings er ekki óalgengt að þarna verði skjálftahrinur enda sé að hefjast óróatímabil í Vatnajökli.

Hins vegar tengist þessi skjálftahrina ekki beinlínis Grímsvötnum og ekki um gosóróa að ræða eins og búast megi við á þessu svæði á næstunni.

Páll hélt einmitt fyrirlestur í tengslum við Vísindavöku í síðustu viku undir yfirskriftinni „Hvar gýs næst?“ Þar sagði Páll vísindamenn telja yfirgnæfandi líkur á því að næsta eldgos á Íslandi yrði í Grímsvötnum, og þá fyrr en síðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert