Mun eitra stjórnmálalífið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ákvörðunin um að draga Geir Haarde fyrir landsdóm muni eitra stjórnmálalífið. „Ég óttast að þetta hafi slæm áhrif á stjórnmálalífið og samstarf stjórnmálamanna á Alþingi sem er nú ekki beysið fyrir," segir hún. „Þar er hver hendin upp á móti annarri og átök eiginlega hvert sem litið er.

 Ég held að þetta eigi eftir að auka enn á þennan vanda. Það er svo mikilvægt að menn reyni einhvern veginn að ná saman um lausn á þeim vandamálum sem við stöndum andspænis."

Nándin á þingi geri málið enn erfiðara en ella. ,,Þess vegna verður sársaukinn miklu meiri þegar ákæruvaldinu er beitt í þessu litla, 63 manna samfélagi."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert