Drunur og reykjarmökkur

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á …
Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á vellinum miðjum. mbl.is/Júlíus

Gríðarlegur hávaði er á Austurvelli og má vart heyra mannsins mál við Alþingishúsið. Mikill fjöldi fólks ber trommur en aðrir sprengja flugelda til að framkalla hávaða. Við nyrðri enda Austurvallar heyrast drunur úr hátölurum skemmtistaðarins Hvíta Perlan en þeim er beint út að þinghúsinu.

Rétt í þessu var kveikt í flugeldum og mátti sjá ljósadýrð lýsa upp framhlið þinghússins þar sem lögreglumenn standa vörð. Þá hefur eldur verið kveiktur á miðjum Austurvelli.

Börn hafa komið sér fyrir í birkitrjám á miðjum Austurvelli en á svölum Hótels Borgar stendur hópur fólks og fylgist með því sem fram fer fyrir neðan.

Stöðugt fjölgar í hópi mótmælenda og eru nú talsvert fleiri samankomnir en á föstudag en hávaðinn á Austurvelli slær líklega öll met frá því búsáhaldabyltingunni var hleypt af stað í kjölfar bankahrunsins.

Fyrir andartaki síðan var stór flugeldur sprengdur fyrir ofan mannhafið og brá mörgum í brún er hávaðinn frá honum yfirtók drunurnar í augnablik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert