Segir skrýtið að búið sé að gefa út ákæru

Sigríður J. Friðjónsdóttir.
Sigríður J. Friðjónsdóttir. mbl.is

Sjö þingmenn ákváðu á fundi sínum í gær að tilnefna Sigríði J. Friðjónsdóttur sem saksóknara til að flytja mál Geirs H. Haarde fyrir landsdómi fyrir hönd Alþingis. Þá verður Helgi Magnús Gunnarsson tilnefndur sem varasaksóknari.

„Ég reikna með því að við vinnum af krafti saman í málinu. Það veitir sjálfsagt ekki af öllum höndum á dekkið. Það verður nóg að gera,“ segir Sigríður í Morgunblaðinu í dag, en hún vann áður fyrir þingmannanefnd Atla Gíslasonar við undirbúning ákæru Alþingis.

Sigríður kveðst ekki vita hvort mörg vafaatriði komi upp við meðferð málsins þar sem landsdómur hefur aldrei komið saman áður. „Það sem er langskrýtnast er náttúrlega að búið sé að gefa út ákæru áður en rannsóknin byrjar. Það er í mótsögn við ákvæði sakamálalaga. En þannig eru þessi lög og þau hafa verið talin standa og mæta kröfum. Það getur vel verið að það verði byrjað á að takast á um einhver svona frávísunaratriði í upphafi málsins.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert