Boðar endurskoðun á niðurskurði

Ríkisstjórnin tapar miklu fylgi.
Ríkisstjórnin tapar miklu fylgi. mbl.is/Ómar

„Við verðum sem ríkisstjórn að hlusta, og þyki mönnum ósanngjarnt að farið, eins og þeim þykir klárlega varðandi heilbrigðisgeirann, þá verður að bæta úr því þannig að þjóðin verði sáttari við þann niðurskurð. Jafna honum betur. Og menn eru að skoða það þessa dagana.“

Þetta segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, spurður um skýringar á miklu fylgistapi ríkisstjórnarinnar í nýrri skoðanakönnun.

Verður þetta ekki skilið öðruvísi en svo að dregið verði úr niðurskurði úti á landi á kostnað höfuðborgarsvæðisins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir útkomuna ekki óvænta í ljósi þeirra erfiðu aðgerða sem stjórnvöld hafi þurft að ráðast í að undanförnu, að því er fram kemur í umfjöllun um skoðanakönnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert