Ekki byggt minna frá árinu 1940

Íbúðablokk í byggingu.
Íbúðablokk í byggingu.

Á síðasta ári var lokið við byggingu 127 íbúða í Reykjavík. Að sögn Magnúsar Sædal byggingafulltrúa borgarinnar hefur ekki verið byggt jafnlítið frá árinu 1940, en þá voru byggðar 25 íbúðir í borginni.

898 íbúðarhús voru fullbyggð á landinu, 2009 voru þau 2968 og 3348 árið 2007. Þessi samdráttur kemur ekki síst niður á starfsmöguleikum arkitekta.

Hallmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, segir umræðu um þetta hafa verið ómarkvissa. Til að bæta úr því standa fagfélög í byggingariðnaði að málþingi á morgun, 11. nóvember. Hallmar segir að samdráttur í byggingariðnaði komi yfirleitt fyrst niður á hönnuðum. Líklega batni staðan ekki fyrr en 2014. „Það skýtur skökku við að ríkið leiti til erlendra arkitekta þegar ástandið er svona,“ segir Hallmar og nefnir nýlegt dæmi um hönnun fangelsis á Hólmsheiði, en verkefnið var falið erlendum arkitektum, án nokkurs útboðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert