Segir hugmyndir Ögmundar óraunhæfar

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

„Þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Þær eru algerlega óraunhæfar og Ögmundur veit það,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um hugmyndir samflokksmanns síns, Ögmundar Jónassonar ráðherra, um að fá skjóta niðurstöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa um málið.

Hugmyndirnar sem Ögmundur kynnti í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag vekja heldur ekki hrifningu innan Samfylkingarinnar. Ögmundur nefnir að aðlögunarferli og viðræður verði kostnaðarsamar og langvinnar. 

Árni Þór rifjar upp að margir hafi lagt áherslu á að málið yrði í lýðræðislegu ferli og þjóðin fengi að ráða því til lykta. „Það kemur á óvart ef hinir sömu vilja núna grípa inn í þetta lýðræðislega ferli og vilja útkljá ferlið á grunni samninga um ákveðna kafla,“ segir Árni Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert