Víða hægt að skíða í dag

Skíðasvæðið í Oddsskarði.
Skíðasvæðið í Oddsskarði.

Skíðasvæði eru víða opin í dag. Skíðasvæðið í Stafdal á Seyðisfirði verður opið frá klukkan 10 til 16 í dag, í Oddsskarði verður opið frá 10 til 17 í dag og frá 20 til 23 í kvöld. Í Tungudal á Ísafirði verður opið frá 10 - 23, eða á meðan veður leyfir og í Seljalandsdag verður opið frá 10 til 17. 

Í Stafdal er norðan gola og þriggja stiga frost. Aðstæður til skíðaiðkunar eru eins góðar og þær geta orðið, allar lyftur oftar og troðið gönguspor, segir í tilkynningu.

Í Oddsskarði er gola og fimm stiga frost. Búið er að troða 13 leiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert