Hefur rætt við Sigmund Davíð um framboð

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðni Ágústsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa rætt saman um hugsanlegt framboð Guðna til borgarstjórnar Reykjavíkur. Guðni segist muni svara fljótlega þeim sem hvatt hafa hann í framboð.

„Ég var hættur í stjórnmálum. Að undanförnu hef ég hins vegar rætt við fjölda fólks sem hefur beðið mig um að líta yfir sviðið í borgarmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur rætt við mig um stöðuna og eins forystumenn flokksins í Reykjavík og fólkið á götunni. Flokkurinn á mikil tækifæri í Reykjavík, en árangur ræðst auðvitað af málefnum og hvaða fólk fæst í framboð,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður ráðherra. 

Rætt er við Guðna í Morgunblaðinu sem kemur út í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert