Mun móta efnahagsstefnuna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar aukið samráð milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins um mótun efnahagsstefnu til lengri tíma.

Kveðið er á um slíkt samstarf í sameiginlegu minnisblaði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra til heildarsamstaka á vinnumarkaði hinn 15. nóvember sl.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýndi í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði orðið af boðuðu samstarfi. Engin merki væru fram komin um hvernig ríkisstjórnin hygðist styðja þá lykilforsendu kjarasamninga að mótuð verði efnahags- og peningastefna sem tryggi stöðugra gengi krónunnar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni slíkt samstarf í undirbúningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert