Páll Óskar fann Gutta

„Besta selfie í heimi,“ skrifar Páll Óskar.
„Besta selfie í heimi,“ skrifar Páll Óskar. Af Facebooksíðu Páls Óskars

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur fengið köttinn sinn, hann Gutta, aftur. Gutti týndist fyrir nokkrum dögum en fannst í skúr við Nesveg. „Gutti er alveg búinn á því,“ skrifaði Páll Óskar á facebooksíðu sína í gær.

„Besta selfie í heimi,“ skrifar Páll Óskar með mynd af sér og hinum fallega Gutta. Gutti er næstum 12 ára gamall grár fress með hvíta sokka, bringu og trýni.

„Gutti er kominn heim. Hann fannst í skúr við Nesveg, ská á móti fiskbúðinni Vör. Gutti er alveg búinn á því, en tók hraustlega til matar síns, fór í sturtu (ekki djók, hann elskar það) og rotaðist svo í sófanum. Hjartans þakkir til ALLRA sem dreifðu tilkynningunni, takk fyrir allar ábendingarnar, en risa-þakkir til Margrétar Ránar Rúnarsdóttur, sem fann Gutta í skúrnum,“ skrifar Páll.

Páll Óskar segist vona að öll týnd gæludýr komi í leitirnar sem fyrst, því ekkert dýr eigi skilið að vera á flækingi eða heimilislaust. „Kattholt er yfirfullt af kisum sem eru enn að leita að góðu heimili. Pælið í því. Þetta er góð byrjun á góðu sumri. Gleðilegt sumar, Palli og Gutti,“ skrifar Páll Óskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert