Vilja fund um brotthvarf Stefáns

Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmenn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmenn Pírata. mbl.is/Eggert

Þingflokkur Pírata hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. 

Stefán er nýráðinn sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hann hefur um árabil gegnt stöðu lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu. 

Í bréfi sem þingflokkur Pírata sendi nefndinni segir að óskað sé eftir því að nefndin komi saman til þess að leita svara við því hvort ráðherra hafi beitt opinbera starfsmenn á sviði lögreglu og ákæruvalds þrýstingi eða haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar vegna lögreglurannsóknar sem beinst hefur að ráðuneytinu og starfsmönnum þess vegna svokallaðs lekamáls. 

Óskar þingflokkurinn eftir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Stefán Eiríksson og Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, verði kölluð fyrir nefndina til að svara spurningum um málið. 

Sjá frétt mbl.is: Blæs á fréttaflutning DV

Sjá frétt mbl.is: Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert