Erilsamt hjá lögreglunni í dag

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Um klukkan 15 var ekið á gangandi vegfaranda hjá JL-húsinu. Ökumaðurinn ók á brott og er hans nú leitað. Vegfarandinn meiddist á fæti og var honum ekið á slysadeild. 

Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af tveimur ölvuðum, æstum mönnum. Einn þeirra var öskrandi inni á hóteli í miðbænum en var hann farinn á brott þegar lögreglu bar að garði. Annar maður var ölvaður og æstur í Smárahverfinu í Kópavogi. Lögregla sótti hann og verður rætt við hann þegar ástand hans hefur lagast. 

Þá var tilkynnt um að bifreið sem stóð mannlaus í stæði í nótt hafði verið rispuð eftir endilangri hliðinni. Ekki er vitað hver var þar á ferð. Einnig var ekið inn í hjólhýsi í Bakkahverfi í Reykjavík og skemmdir unnar inni í því. Er nú leitað að sökudólgunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert