Koma fyrir stórvirkum vinnuvélum

Skammt frá brúnni yfir Sandá.
Skammt frá brúnni yfir Sandá. mbl.is/Baldur

Vegagerðin hefur komið fyrir jarðýtu við Sandá, austustu kvíslinni á Jökulsá á Fjöllum, ef kemur til flóðs. Vegum á svæðinu hefur verið lokað og hefur Vegagerðin jafnframt sett upp aðvörunarskilti á íslensku og ensku þar sem fram kemur að hætta sé á flóði.

Raunar er áin kölluð Jökulsá í Öxarfirði eftir að hún kemur niður í byggð.

Víðar á svæðinu, þar með talið við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, er fjöldi stórra vinnuvéla nú í notkun. Vegagerðin hefur sótt mannskap til Þórshafnar, Kelduhverfis, Öxarfjarðar og nágrennis vegna framkvæmdanna og er fjöldi manna nú að störfum.

Vegagerðin hefur komið upp aðvörunarskilti við vegamótin við þjóðveginn, þar …
Vegagerðin hefur komið upp aðvörunarskilti við vegamótin við þjóðveginn, þar sem ekið er inn á Sandá, eða niður í Austursand eins og byggðin kallast. mbl.is/Baldur
Vegurinn niður í Austursand gæti eyðilagst komi til stórflóðs. Fjallið …
Vegurinn niður í Austursand gæti eyðilagst komi til stórflóðs. Fjallið Sandfell er í baksýn. mbl.is/Baldur
Brúin yfir Sandá.
Brúin yfir Sandá. mbl.is/Baldur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert