„Kristallar erfiða stöðu fatlaðs fólks“

Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, tekur undir athugasemdir umboðsmanns borgarbúa sem fram …
Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, tekur undir athugasemdir umboðsmanns borgarbúa sem fram komu í áfangaskýrslu hans í gær og varða þjónustu við fatlaða. Eggert Jóhannesson

Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, segir áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa kristalla erfiða stöðu fatlaðs fólks sem þarf að sækja þjónustu til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Margar þeirra athugasemda sem umboðsmaður gerir varðandi stöðu þeirra innan kerfisins séu á rökum reistar og vill sambandið leggja sitt að mörkum í þeirri vinnu sem framundan er til að bæta þjónustuna.

Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, nefnir sérstaklega ákveðnar athugasemdir umboðsmanns í samtali við mbl.is til marks um það hvar pottur sé brotinn í þjónustu við fatlaða. Fram kemur í skýrslunni að fagleg þekking í neðri lögum stjórnsýslunnar nýtist ekki við ákvarðanatöku á efri lögum og of lítið samráð sé haft við starfsmenn þjónustumiðstöðva.

Einnig kemur fram að að þekking hagsmunasamtaka sé ekki nýtt sem skyldi og samráð sé oft til málamynda og komi til á seinni stigum með takmörkuðum áhrifum. 

Vill hann þó sérstaklega vekja athygli á þeirri athugasemd umboðsmannsins að hugmyndafræði í þjónustu við fatlaða sé úrelt og ekki sé tekið tillit til grundvallarsjónarmiða um réttinn til að eiga sjálfstætt líf. Segir Bergur að mikil óánægja sé með ósveigjanleika þjónustunnar og skort á því að tekið sé mið af aðstæðum hvers og eins. 

Fréttir mbl.is: Sóknarfæri fólgin í skýrslunni og Málum rignir yfir umboðsmann

Bergur Þorri Benjamínsson, varafomaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar Lsf.
Bergur Þorri Benjamínsson, varafomaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar Lsf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert