Enn ein stormviðvörunin

Það er eins gott að vera vel skæddur þessa dagna.
Það er eins gott að vera vel skæddur þessa dagna. mbl.is/Kristinn

Búist er við hvassviðri eða stormi (meðalvindi 15-23 m/s) um vestanvert landið frá hádegi og fram undir kvöld en á norðanverðu landinu í kvöld. Einnig er búist við stormi á vestanverðum Faxaflóa á morgun. 

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Sunnan 5- 13 m/s en gengur í suðvestan 13-23 um hádegi hvassast á V-verðu landinu en N-lands í kvöld. Skúrir eða rigning, en yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 3 til 9 stig. Suðlæg átt, 10-20 m/s á morgun en norðlæg átt, 15-23 og slydda eða rigning um NV- og V-vert landið eftir hádegi. Kólnar, einkum V-lands.

Á fimmtudag:
Sunnan 13-20 m/s með S- og A-ströndinni en gengur í NA 10-18 V-til um hádegi. Hægari vindur um miðbik landsins. Rigning víða um land og hiti 3 til 9 stig, en snjókoma til fjalla NV-til um kvöldið og heldur kólnandi veður.

Á föstudag:
V og NV 10-18 m/s, en 18-23 á annesjum nyrst. Snjókoma eða slydda NV-til, en rigning við sjávarmál. Skúrir á SV-landi, en úrkomulítið A-til eftir hádegi. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast SA-lands. Lægir og léttir víða til um kvöldið en skúrir eða slydduél V-lands.

Á laugardag:
Suðaustan og síðar austan 5-10 m/s og rigning með köflum S- og A-lands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig að deginum.

Á sunnudag:
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og rigning, annars yfirleitt hægari vindur og úrkomulítið, en lítilsháttar væta austast. Áfram svalt í veðri.

Á mánudag:
Horfur á austan- og norðaustanátt með rigningu en úrkomulítið SV-til. Hlýnar heldur í veðri.

Á þriðjudag:
Líkur á hægviðri og bjartviðri.

Haustlaufin feykjast um götur borgarinnar í rokinu þessa dagana
Haustlaufin feykjast um götur borgarinnar í rokinu þessa dagana mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert