Halda styrktarmót fyrir slasaða mótorkrosskonu

Brynja Hlíf Hjaltadóttir slasaðist illa í motocrossslysi í Noregi.
Brynja Hlíf Hjaltadóttir slasaðist illa í motocrossslysi í Noregi. Mynd/Facebook

Vélhjólaíþróttaklúbburinn heldur í dag styrktarmót fyrir Brynju Hlíf Hjaltadóttur sem slasaðist illa á mótorkrossæfingu í Noregi þar sem hún stundar nám. Brynja er talin einn besti mótorkross-keppandi Íslands og stóð hún sig vel í keppnum í sumar. 

Í slysinu brotnuðu meðal annars þrír hryggjarliðir og hefur hún litla sem enga tilfinningu fyrir neðan brjóst. 

Fjölskylda hennar er vongóð og Brynja er ákveðin í því að yfirstíga þessi erfiðu meiðsl. Styrktarmótið í dag hefst klukkan 12 og er það haldið á gamla hestasvæði Glaðheima í Kópavogi. Verður keppt í Enduro-akstri og renna keppnisgjöld óskert til Brynju og fjölskyldu hennar auk þess sem hægt verður að kaupa veitingar og annan varning, henni til styrktar. 

Sjá frekari upplýsingar um mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert