Reyndi að flýja lögreglu

Pilturinn reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Pilturinn reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sautján ára piltur reyndi að stinga lögregluna á hlaupum í Breiðholtinu í nótt eftir að hafa verið stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Lögreglan hljóp piltinn uppi og kom í ljós að grunur lögreglunnar reyndist á rökum reistur og var því tekið úr honum blóðsýni á lögreglustöð.

Fjórir farþegar voru í bifreiðinni, allir jafnaldrar ökumannsins,  og vegna þess ber lögreglu skylda til að tilkynna forráðamönnum viðkomandi afskiptin auk þess að tilkynna ber atvikið til barnaverndaryfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert