Kveðst ekki leiða hugann að aldrinum

Ásta Bryndís fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær en …
Ásta Bryndís fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær en móðir hennar, Jensína, náði sama áfanga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ætli það sé ekki í genunum að verða svona gömul kerling,“ sagði Ásta Bryndís Guðbjartsdóttir sem fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær umvafin fjölskyldu og vinum á veitingastaðnum Nauthóli.

Móðir Ástu Bryndísar, Jensína Guðmundsdóttir, náði einmitt einnig þeim merka áfanga að verða hundrað ára gömul.

Gærdagurinn var einkar fagur og sólargeislarnir lýstu upp salinn sem Ásta Bryndís kvaðst einkar ánægð með. „Þetta er virkilega fallegur dagur, salurinn er líka frábær. Hann er mjög rúmgóður,“ sagði afmælisbarnið og bauð gestum sínum upp á kaffi og kökur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert