Aukið álag á augndeild Landspítala

Af stofnfundi AMD-deildar Blindrafélagsins.
Af stofnfundi AMD-deildar Blindrafélagsins. mbl.is/Golli

„AMD er algengasta orsök sjóntaps hjá Íslendingum, líkt og í öllum þróuðum löndum. Sjúkdómurinn tengist vissulega aldri og er að einhverju leyti arfbundinn.“

Þetta segir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augndeildar Landspítalans, sem fagnar stofnun deildar innan Blindrafélagsins fyrir fólk með AMD-augnsjúkdóminn, eða aldurstengda hrörnun í augnbotnum, og aðstandendur þess.

Í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að þeim Íslendingum hefur fjölgað verulega sem eru með þennan sjúkdóm, sem einkum leggst á aldrað fólk. Um 700 manns koma reglulega í meðferð á augndeildina en lyfjum er þá sprautað í augnbotnana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert