Óljóst eignarhald tefur slit á þrotabúi Icebank

Leynd hvílir yfir kröfukaupunum.
Leynd hvílir yfir kröfukaupunum. mbl.is/Árni Sæberg

Slitastjórn Icebank hefur ekki treyst sér til að leggja fyrir kröfuhafafund sáttaboð sem borist hefur frá Eignasafni Seðlabankans vegna gruns um að Eignasafnið hafi sjálft staðið að baki kaupum á rúmlega 60 milljarða kröfum á hendur slitabúinu.

Lög kveða á um að kröfuhafi megi ekki greiða atkvæði um sérstaka hagsmuni sjálfs sín, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir slitastjórnar til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur krafnanna þegir Eignasafnið þunnu hljóði og hið sama á við um Morgan Stanley sem hafði milligöngu um viðskiptin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert