Brunans mikla minnst

Byrjað er að stilla upp fyrir gleði dagsins.
Byrjað er að stilla upp fyrir gleði dagsins. mbl.is/Júlíus

100 ár eru liðin frá eldsvoðanum í miðbæ Reykjavíkur sem oft hefur verið nefndur bruninn mikli, en þá brunnu 12 hús við Austurstræti og Hafnarstræti og tveir menn létu lífið.

Af því tilefni var í dag opnuð sýning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sem slökkviliðið stendur fyrir í samstarfi við Reykjavíkurborg. Á sýningunni er m.a. líkan af svæðinu sem brann og ýmis tæki og tól sem slökkviliðið hafði til ráðstöfunar á þessum tíma og eru nú geymd í minjasafni slökkviliðsins, á Slökkviliðsminjasafninu eða hjá Borgarminjasafni. Bruninn hafði veruleg áhrif á þróun brunamála og ekki síður byggðar á svæðinu og er því merkileg tímamót að mörgu leyti.

Formaður borgarráðs mun setja viðburðinn formlega í ráðhúsinu í dag en þá verður gömlum slökkvibílum stillt upp við Austurvöll fyrir almenning að skoða og einnig mun slökkviliðið sprauta glæsilegum vatnsbogum út í Tjörnina. Boðið verður uppá leikræna leiðsögn um svæðið sem brann og blásið til leiksýninganna með gömlum slökkviliðslúðri.

Eldurinn árið 1915 kom upp á annarri hæð Hótels Reykjavíkur sem stóð í Austurstræti 12, en það var stórt timburhús með tveimur hæðum og risi. Kvöldið áður hafði vegleg brúðkaupsveisla verið haldin á hótelinu en engin einhlít skýring er á upptökum eldsins.

Dagskrá viðburðarins í dag:

Kl. 13.00 Formleg setning dagskrár, S. Björn Blöndal

Kl. 13.30 Slökkviliðið sprautar vatnsbogum í Tjörnina

Kl. 14.00 Gamlir slökkvibílar til sýnis við Austurvöll

Kl. 14.30 Leikræn leiðsögn um svæðið sem brann frá Kaffi Parí

Kl. 15.30 Leikræn leiðsögn um svæðið sem brann frá Kaffi París

Börn úr Hjallastefnuni bregða á leik
Börn úr Hjallastefnuni bregða á leik Árni Sæberg
Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur
Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert