Vígðu nýja flotbryggju á Akureyri

Margir þáðu boð um að skoða sig um á bryggjunni.
Margir þáðu boð um að skoða sig um á bryggjunni. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Ný flotbryggja í smábátahöfninni á Akureyri var vígð í dag við hátíðlega athöfn. Ívar Baldursson og Þórhallur Mattíasson klipptu á borðann og var mikill fjöldi smábátaeigenda viðstaddur athöfnina. 

Bryggjan er 60 metrar á lengd og er pláss fyrir 32 báta. Bryggjan kostaði um 45 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert