Arion banki kom til móts við knattspyrnuunnendur

Starfsfólk Arion banka lagði sitt af mörkum til að greiðslukortaeigendur og knattspyrnuunnendur, sem eru í viðskiptum við Arion banka, myndu fá umsókn sína um miða á Evrópumótið í knattspyrnu karla í Frakklandi í sumar samþykkta.

Hugvitssamir starfsmenn bankans áttu frumkvæði að því að þeim kortaeigendum, sem höfðu pantað miða og voru komnir nálægt úttektarmörkum, yrði boðin hærri heimild svo þeir misstu ekki af miðanum.

„Við björguðum líklega sumrinu hjá einhverjum fjölskyldum,“ segir Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Arion banka, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert