Nutu sólar í borginni

Hlýindin í ágústmánuði hafa glatt landsmenn sem hafa notið blíðunnar en dagarnir 15.-18. ágúst voru þeir hlýjustu á landinu á árinu. Í hádeginu mældist hiti í höfuðborginni um 16-18° og mátti sjá að fólk á höfuðborgarsvæðinu kunni vel að meta sólargeislana.

Hitamet í borginni var sett 30. júlí 2008 og þegar hiti mældist 26,2° C en mesti hiti sem mælst hefur á landinu var 30,5° C á Teigarhorni 22. júní 1939.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert