Rafmagnshjól gefa góða raun

Bréfberinn á rafhjólinu rennir með sendingu í hlað í Hádegismóum …
Bréfberinn á rafhjólinu rennir með sendingu í hlað í Hádegismóum þar sem Morgunblaðið er til húsa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bréfberarnir komast hraðar yfir og okkur telst svo til að hvert hjólanna fimmtán spari fyrirtækinu sem nemur hálfu stöðugildi eins og staðan er í dag auk þess sem þau minnka notkun á bílum á dreifingarstöðvum okkar og gera starfið þægilegra fyrir starfsmenn. Mér finnst því líklegt að þríhjólunum verði fjölgað á næstunni þó að engin lokaákvörðun hafi verið tekin þar um. En almennt talað þá er reynslan af rafmagnsþríhjólunum góð hingað til,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðdeildar Póstsins.

Sterk, stærri og aflmeiri

Á förnum vegi vekja rauðklæddir bréfberar á rafmagnsþríhjólum eftirtekt. Hjólin sem voru tekin í notkun fyrir nokkrum vikum eru til brúks í Reykjavík, í Keflavík, á Akranesi, Akureyri og Selfossi. Stöðunum kann svo að fjölga á næstunni. Fyrst og fremst nýtast hjólin til dreifingar á bréfapósti, að sögn Brynars Smára. Mögulegt er þó að nota þau til flutninga á stærri sendingum, en á þeim eru stórir plastkassar að framan að aftan. Hjólin eru framleidd af fyrirtækinu Kyburz í Sviss en þar í landi, í Noregi og Þýslalandi eru þau nýtt við póstdreifingu og reynslan er góð.

Árið 2013 tók Pósturinn sex rafmagnsþríhjól af annarri gerð í notkun og hafa þau reynst ágætlega, en íslenskar aðstæður setja notkun þeirra þó ákveðin takmörk. Svissnesku hjólin nýju eru hins vegar sterk og stærri og aflmeiri og sérhönnuð fyrir póstdreifingu.

Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert