Tvíhliða samningur um almannatryggingar

Eygló Harðardóttir ráðherra og Robert Cushman Barber sendiherra.
Eygló Harðardóttir ráðherra og Robert Cushman Barber sendiherra.

Tekist hefur tvíhliða samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkjanna í velferðarráðuneytinu í gær.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að í framhaldi af þessari undirritun muni stjórnvöld beggja ríkja undirbúa fullgildingu samningsins þannig að hann öðlist gildi sem fyrst. Þegar samningurinn hefur verið fullgiltur mun hann tryggja bæði Íslendingum sem starfa í Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum sem starfa á Íslandi aðgang að almannatryggingum, þ.e. elli- og örorkulífeyri, og lífeyrissjóðum í viðkomandi landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert