Andlát: Ingvar Emilsson

Ingvar Emilsson
Ingvar Emilsson

Ingvar Emilsson haffræðingur andaðist á sjúkrahúsi í Mexíkó hinn 21. október eftir erfiða baráttu við lungnabólgu.

Ingvar fæddist á Eskifirði 1926. Hann kvæntist Ástríði Guðmundsdóttur sem lést 2015. Þau eignuðust þrjú börn, þau Kristján, Tryggva og Elínu Margréti.

Ingvar stundaði nám í haffræði og veðurfræði í Noregi árin 1946 til 1953. Fjölskyldan flutti til Brasilíu 1953 þar sem Ingvar veitti forstöðu nýstofnaðri hafrannsóknastofnun háskólans í Sao Paulo næstu tíu ár, en þá fékk hann starf hjá UNESCO, stofun Sameinuðu þjóðanna, og fluttu þau Ingvar, Ástríður og Elín til Kúbu en Kristján og Tryggvi fluttu til Íslands til að stunda nám.

Árið 1970 fluttu þau frá Kúbu til Mexíkóborgar, en þar bjuggu þau alla tíð síðan. Ingvar fór á eftirlaun frá Sameinuðu þjóðunum 1988, en fljótlega gerðist hann forstöðumaður hafrannsóknaskipa háskólans í Mexíkó (UNAM), en það starf stundaði hann til dauðadags.

Minningarathöfn og bálför var í Mexíkóborg hinn 23. október sl. Jarðarför verður á Íslandi síðar, en hann verður jarðaður við hlið Ástríðar eiginkonu sinnar í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert