Mikil fjölgun umferðarslysa ferðamanna

Umferðarslysum erlendra ferðamanna hefur fjölgað mikið, einkum utan sumarmánaðanna.
Umferðarslysum erlendra ferðamanna hefur fjölgað mikið, einkum utan sumarmánaðanna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Erlendum ferðamönnum sem slasast í umferðinni á Íslandi hefur fjölgað í beinu hlutfalli við fjölgun ferðamanna.

Þetta er á meðal þess sem koma mun fram í fyrirlestri dr. Haraldar Sigþórssonar, umferðarverkfræðings hjá VHS ehf., á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar á morgun.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Haraldur skoðaði upplýsingar um hve margir höfðu slasast í umferðarslysum samkvæmt gagnagrunni Samgöngustofu. Hann hafði einnig samband til Noregs og Nýja-Sjálands því í þessum löndum eru tiltölulega fáir íbúar, langt vegakerfi og margir ferðamenn, líkt og á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert