Hálkutíðin er gengin í garð

Hálkutíðin er gengin í garð.
Hálkutíðin er gengin í garð. mbl.is/Gúna

Hálkubletti er að finna víð á Suður- og Vesturlandi en hálka er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum, annars er hálka eða hálkublettir mjög víða, þæfingur og hálka á Dynjandisheiði. Um norðanvert landið er hálka eða hálkublettir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar er einnig fjallað um framkvæmdir og viðhaldsvinnu:

„Verið er að byggja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveg og er umferð beint um hjáleið fram hjá vinnusvæðinu. Einnig er breyting á umferðarskipulagi við Hafnaveg. Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar. Áætluð verklok eru í nóvember.

Framkvæmdir eru á  brúnni  yfir Blöndu og verða út nóvember. Önnur akreinin er lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Athygli er vakin á því að akbraut er einungis 3,0 m að breidd og eru vegfarendur því beðnir um að gæta fyllstu varúðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert