Umferðarmet var slegið í nóvember

Umferðarþunginn eykst jafnt og þétt í Reykjavík sem utan hennar.
Umferðarþunginn eykst jafnt og þétt í Reykjavík sem utan hennar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Metumferð var í nóvember síðastliðnum. Aldrei fyrr hefur sést jafn mikil umferðaraukning á hringveginum á einu ári og nú.

Umferðin jókst um 11,3% samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesta aukning milli nóvembermánaða síðan árið 2007.

Alls fóru 61.098 ökutæki á degi hverjum um mælisniðin sextán á hringveginum í nóvember, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Í fyrra voru ökutækin 54.893 eða 6.205 færri en nú. Mikil umferð var einnig á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og mældist mismikil aukning í öllum mælisniðum Vegagerðarinnar. Á hverjum degi óku að meðaltali 156.094 bílar um götur höfuðborgarsvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert