Hálkublettir á fjallvegum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Greiðfært er nánast um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku sem og á nokkrum leiðum á Austurlandi.

Vakin er athygli á því að verið er að byggja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveg og er umferð þar af leiðandi beint um hjáleið fram hjá vinnusvæðinu. Sömuleiðis er breyting á umferðarskipulagi við Hafnaveg. Vegfarendur eru fyrir vikið hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar. Áætluð verklok eru í desember.

Framkvæmdir eru enn fremur á brúnni yfir Blöndu og verða út desember. Önnur akreinin er lokuð og umferð stýrt með ljósum. Vakin er athygli á því að akbrautin er einungis þrír metrar á breidd og eru vegfarendur því beðnir um að gæta fyllstu varúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert