Breytingartillögu fyrir Laugaveg 55 var hafnað

Vonarhúsið. Upphaflega timburhúsið var byggt árið 1902.
Vonarhúsið. Upphaflega timburhúsið var byggt árið 1902. mbl.is/RAX

Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugaveg 55.

L55 fasteignafélag vann tillöguna í samstarfi við borgina og segir Sigurlaug Sverrisdóttir, stjórnarformaður L55, að niðurstaðan hafi því komið verulega á óvart.

L55 lagði upprunalega inn aðra tillögu og barst í kjölfarið beiðni frá Reykjavíkurborg um samstarf. „Við byrjuðum að vinna eftir gildandi deiluskipulagi í upphafi og lögðum inn teikningar sem samsvara því en fengum þá beiðni frá borginni um að vinna þetta með þeim,“ segir Sigurlaug í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert