Hálka víða á Norðurlandi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Greiðfært er um landið sunnan- og vestanvert. Hálkublettir eru á fjallvegum á Norðurlandi en hálka eða hálkublettir eru mjög víða á Norðausturlandi. Þæfingur og éljagangur er á Hófaskarði. 

Á Austurlandi eru hálkublettir, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir á Klettshálsi, Hjallahálsi, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði og á Steingrímsfjarðarheiði. Snjóþekja er á Þröskuldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert