Kófsveittir slökkviliðsmenn hjóla til góðs

Slökkviliðsmenn standa nú fyrir sólarhringsátaki á spinning-hjólum í World Class og safna fé fyrir Mæðrastyrksnefnd. mbl.is kíkti á þá í salnum þar sem þeir púluðu í slökkviliðsbúningnum en Ágúst Guðmundsson slökkviliðsmaður skýtur á að þar sé hitastigið yfir 40°.

Ágúst segir að stemmningin hafi verið ágæt í nótt og hún hafi svo stigmagnast þegar leið á morguninn eins og sjá má í myndskeiðinu þar sem ekkert er gefið eftir á hjólunum. 

Átakið fer fram í World Class í Smáralind og því lýkur kl. 20 í kvöld en á milli 18 og 20 verða þar ýmsar uppákomur. Öllum er frjálst að taka þátt en það kostar 1000 kr. að fara í tímann, þá er hægt að leggja stærri framlög inn á reikning: 0515-04-250040 kt. 690500-2130. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert