Telja sig hafa boðið upp ósvikinn Svavar

Listaverkauppboð Bruun Rasmussen hafnar ásökunum Ólafs.
Listaverkauppboð Bruun Rasmussen hafnar ásökunum Ólafs.

Kasper Nielsen, talsmaður uppboðshússins Bruun Rasmussen, vísar á bug ásökunum Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar á Listasafni Íslands, um að fyrirtækið hafi vísvitandi selt falsað málverk, talið eftir listmálarann Svavar Guðnason, á uppboði sínu á mánudag.

Segir hann að uppboðshúsið sé á varðbergi gagnvart því að falsanir á verkum Svavars séu í umferð en að ekki hafi þótt ástæða til þess að ætla að verkið, sem selt var á mánudag fyrir 30 þúsund danskar krónur, væri eitt þeirra.

„Þegar upp komu efasemdir fyrir ári síðan um hvort verkið væri ekta var það tekið af uppboði okkar sem þá stóð yfir. Eftir ítarlega rannsókn tók efnahagsbrotadeild lögreglunnar þá ákvörðun að hætta rannsókn sinni og skila verkinu aftur til eigandans. Við leggjum áherslu á að þegar lögregla kemst að þeirri niðurstöðu að listaverk sé falsað, þá er það að öllu jöfnu haldlagt, eyðilagt eða merkt sem slíkt. Það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir Nielsen í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert