Búist við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli

Búast má við talsverðum hviðum undir Hafnarfjalli í nótt og …
Búast má við talsverðum hviðum undir Hafnarfjalli í nótt og á morgun. mbl.is/Gúna

Í kvöld og nótt er spáð vaxandi suðaustanátt á landinu og frá klukkan 4 í nótt til 10 á morgun er reiknað með að snarpar hviður, 30-35 m/sek., verði undir Hafnarfjalli. Á sama tíma má búast við svipuðum hviðum á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Suður- og Vesturlandi, einkum á fjallvegum og inn til landsins. Hálkublettir eru á Hellisheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja, hálka og éljagangur á fjallvegum. Þá er hálka eða hálkublettir á Norðurlandi og á Austurlandi er einnig hálka eða hálkublettir á vegum sem og með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert