Bridge-áhugamaður með 13 rétta

Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United.
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United. AFP

Íslenskur tippari sem styður við bakið á Bridgesambandi Íslands vann rúmar fjórar milljónir króna á laugardaginn eftir að hafa fengið 13 rétta í enska boltanum.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að tipparinn hafi unnið 4.125.860 krónur. Hann var með eigið kerfi og keypti 1.000 raðir sem kosta 13 þúsund krónur.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að risapottur sé á laugardaginn næsta þar sem vinningsupphæðin fyrir þrettán rétta sé rúmar 120 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert