Rúta valt við Freysnes

Björgunarsveitin Kári var fyrst á vettvang.
Björgunarsveitin Kári var fyrst á vettvang. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Rúta valt með 15 farþega um einn kílómetra frá Freysnesi í Öræfasveit. Meiðsl á fólki eru minniháttar en talið er að fimm manns hafi slasast lítillega. Fólkið var flutt á Hótel Skaftafell þar sem sjúkraflutningamenn huga að meiðslum þess. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort flytja þurfi einhvern á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. 

Tvær rútur til viðbótar lentu einnig í vandræðum og voru farþegar þeirra fluttir á hótelið. Björgunarsveitin Kári var fyrst á vettvang. Sjúkrabíll og lögregla frá Höfn í Hornafirði fór á vettvang en lögreglu og sjúkrabílar frá Hvolsvelli og Kirkjubæjarklaustri komust ekki á staðinn sökum vonskuveðurs.     

Vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni er lokaður en ákaflega lélegt skyggni er á svæðinu.  

Rúta valt í Freysnesi.
Rúta valt í Freysnesi. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert